Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3344
7. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tilnefningar í verkefnisstjórn. Jafnframt lagður fram tölvupóstur velferðarráðuneytisins dags. 4. mars sl.varðandi stöðu framkvæmda.
Svar

Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í verkefnastjórn um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð og samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir stjórnina. Meginverkefni verkefnastjórnar er að hafa umsjón með útboði á byggingu og lóðarfrágangi og undirbúningi rekstrar hjúkrunarheimilins. Skal nefndin fylgja verkinu eftir allt til þess að bygging og lóð séu fullkláruð og rekstur hjúkrunarheimilisins hefst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi velferðarráðuneytisins.

Gunnar Axel Axelsson, tilnefndur af bæjarráði
Magrét Gauja Magnúsdóttir, tilnefnd af bæjarráði
Sigurbergur Árnason, tilnefndur af bæjarráði
Geir Jónsson, tilnefndur af bæjarráði
Helga Ingólfsdóttir. tilnefnd af bæjarráði
Gylfi Ingvarsson, tilnefndur af Öldungaráði
Kristján Björnsson, tilnefndur af Félagi eldri borgara

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi velferðarráðuneytisins.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka bókun sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 21. .2 .sl um að mikilvægt sé að samningar við ríkið varðandi framtíð Sólvangs liggi fyrir hið fyrsta, sem og kostnaðargreining og rekstrarlegar forsendur fjárfestinga og stoðþjónustu nýs hjúkrunarhemils og fleira sem tilgreint er í fyrrgreindri bókun.