Hafnarstjórn - 1413
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3327
20. september, 2012
Annað
‹ 12
13
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18. september sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 13.1. 1209154 - Fenderar á Austurbakka, Straumsvík Hafnarstjóri fór yfir óskir skipsstjóra flutningaskipa í Straumsvík um að endurnýja varnir á Austurbakka í svokallaða Blaðfendera.
Einnig var kynnt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Hafnarstjórn samþykkir að verkefnið verði boðið út samhvæmt gildandi reglum um útboð. 13.3. 1209314 - Markaðssetning Farið yfir hugmyndir um markaðssetningu hafnarinnar í samvinnu við hagsmunaaðila á hafnarsvæðinu. Hafnarstjórn samþykkir að vinna að undirbúningi markaðsátaks í skipaþjónustu í samstarfi við fyrirtæki, sem veita slíka þjónustu í Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarstjóri mun leggja áætlun um verkefnið fram á næsta fundi hafnarstjórnar. 13.4. 1209253 - Kvörtun um hávaða frá höfninni Lögð fram kvörtun Hrannars Hallgrímssonar, Norðurbakka 25A vegna hávaða frá starfsemi á hafnarsvæðinu. Haraldur Þ. Ólason vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjórn samþykkir að óska aðstoðar Heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðisins við að kanna þessi mál. 13.6. 1209178 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013 Hafnarstjóri kynnti tímaáætlun fjárhagáætlunar Hafnarfjarðarbæjar, stofnana og fyritækja bæjarins fyrir árið 2013. Hafnarstjórn samþykkir að halda aukafund fimmtudaginn 11. október kl 8:00 og taka þá fjárhagsáætlun hafnarinnar til fyrri umræðu.
Síðari umræða hafnarinnar verður þriðjudaginn 16. október.