Strandgata 9, Súfistinn, útisvæði og tré
Strandgata 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 344
8. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Hjördís Birgisdóttir óskar eftir í bréfi dags. 10. mars 2014 að fá leyfi til að fjarlægja Alaskaösp sem stendur fyrir framan Súfistann og setja nýtt tré niður í staðinn sem hentar betur þar sem plantan er orðin há og rætur farnar að skemma gangstéttina fyrir framan. Erindið var áður tekið fyrir í skipulags- og og byggingarráði 14. ágúst 2012 þar sem tekið var neikvætt í það. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.04.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Vísað til fyrri afgreiðslu ráðsins 14.08.2012.
Hins vegar því beint til garðyrkjustjóra að hafin verið skoðun á því hvaða trjágróður henti til notkunar í miðbænum og verði slík áætlun unnin sem hluti af nyju deiliskipulagi fyrir miðbæinn.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122393 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038619