Reykjavíkurvegur 30, umgengni og bílastæði
Reykjavíkurvegur 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 419
25. júlí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Vakin er athygli á slæmu ástandi í bílastæðismálum í botnlanga Kjóahrauns vegna bílaverkstæðis á Reykjavíkurvegi 30. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi starfsleyfi verkstæðisins, en staðsetning þess er ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025. Umsögn Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis liggur fyrir.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að ekki hefur verið gengið frá lóðarleigusamningi fyrir stækkun lóðarinnar til norðurs. Skipualgs- og byggignarfulltrúi gerir eiganda skylt að fjarlægja bílhræ og annað í eigu hans sem er utan lóðar innan fjögurra vikna. Enn fremur bendir skipulags- og byggingarfulltrúi á að ekki er heimilt að vera með bílaviðgerðir á þessum stað.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122133 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037652