Viðhald fasteigna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1683
6. júní, 2012
Annað
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir auka fjárveitingu vegna viðhalds fasteigna að fjárhæð 34 miljónir.

Greinargerð:
Samkvæmt fjárhagsáætlun vegna ársins 2012 er gert ráð fyrir að verja rúmlega 119 miljónum til viðhalds fasteigna bæjarins.
Í lok síðasta árs bættust við eignasafn bæjarins um 1500 fm við yfirtöku á fasteignum sem tengjast málefnum fatlaðra.
Þrátt fyrir að fyrir lægi greinargerð um brýnt viðhald á þessum eignum að fjárhæð kr. 34 miljónir var ákveðið að verja nánast sömu fjárhæð til viðhalds fasteigna og árið 2011. Því er í raun um að ræða lægri fjárhæð til þessa málaflokks ef tekið er mið af auknu umfangi.
Í ljósi þess að undanfarin ár hafa tekjur verið verulega umfram áætlanir má ætla að unnt verði að mæta þessari fjárhæð innan ársins ef útgjaldaliðir verða samkvæmt áætlun."

Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen,
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Helga Ingólfsdóttir.


Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa fyrri tillögu til bæjarráðs. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs.