Hlíðarás 24,byggingaframkvæmdir og skilmálar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 453
27. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Vakin er athygli á að Hlíðarás 24 sé hálfbyggt hús og skapi hættur fyrir börnin í hverfinu. Húsið er skráð á byggingarstigi 2, sökkulveggir, en skv. úthlutunarskilmálum átti að skila sökkulveggjum þann 18. maí s.l. og fokheldisfrestur er til 18. maí 2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 04.10.12 eigendum skylt að gera húsið fokhelt og sækja um fokheldisúttekt og ganga frá húsinu þannig að ekki stafi hætta af. Kvartanir hafa borist frá nágrönnum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um frágang og fokheldi. Verði ekki brugðist við tilmælum um fokheldi mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 um aðgerðir til að knýja fram umbætur.