Almenningssamgöngur, innanbæjarakstur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3319
14. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram afgeiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30. maí sl. varðandi innanbæjarakstur en kostnaðaraukningu vegna breytinga á leiðakerfi er vísað til bæjarráðs. Forstöðumaður umhverfis- og hönnunardeildar mætti á fundinn og gerði grein fyrir málið.
Svar

Bæjarráð samþykkir málið með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar málinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja bættar almenningssamgöngur í Hafnarfirði en ítreka vonbrigði sín með að samstarfi við Frístundabílinn hafi verið hætt í stað þess að gefa verkefninu lengri tíma til að sanna sig. Á sama tíma er nú gengið til samninga við Strætó um umtalsvert dýrari kost við að auka innanbæjarakstur."