Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 - 2025, breyting vegna Hamranessnámu.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1682
23. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju í bæjarstjórn vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun og lögð fram svohljóðandi rökstudd tillaga: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Hamranesnámu. Þeim hluta sem skilgreindur er sem íbúðarsvæði verði breytt í óbyggt svæði. Mælt er með að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin telst óveruleg þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér og svæðið er utan alfaraleiðar. Aðliggjandi íbúðasvæði skv. aðalskipulagi hefur ekki verið deiliskipulagt og þar með engin lóðarúthlutun ekki átt sér stað. Breytingin hefur því ekki áhrif á einstaka aðila og landsvæðið og nágrenni þess er í eigu Hafnarfjarðarbæjar."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.