Hvaleyrarbraut 35, lokaúttekt
Hvaleyrarbraut 35
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 474
20. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Húsið er skráð á byggingarstigi 3, þrátt fyrir að hafa verið tekið í notkun, þ.e. ekki skráð fokhelt. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Íbúðir hafa verið innréttaðar í húsinu, sem ekki er leyfi fyrir. 15.02.12 var samþykkt að skipta eign 0202 í tvo hluta, en eignaskiptasamningur hefur ekki verið lagður inn, þannig að það leyfi er fallið úr gildi. Lokaúttekt fór fram 23.05.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Bent er á ábyrgð eigenda skv. sömu lögum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121121 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033450