Landsskipulagsstefna, verkefnislýsing
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 295
20. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi Einars Jónssonar f.h. Skipulagsstofnunar dags. 08.03.12 þar sem lýsing á gerð landsskipulagsstefnu ásamt umhverfismati er send til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 29.03.12.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fagnar því að nú sé hafin vinna við gerð landsskipulagsstefnu og gerir ekki athugasemdir við lýsinguna í grundvallaratriðum en leggur þó áherslu á að þróun búsetulandslags verði ekki látið bíða endurskoðunar. Skipulags- og byggingarráð telur þau markmið sem sett eru fram í 1. gr. reglugerðarinnar mikilvægt skref, en þar segir að: Markmið landsskipulagsstefnu sé ,,...að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkari áætlanagerð." Þetta er mikilvægt skref í þá átt að efla enn frekar samvinnu sveitarfélaga og auka til muna samfellu í skipulagsverkefnum ríkis og sveitarfélaga þar sem sett er fram heildstæð stefna um nýtingu lands og byggðar.