Menningar- og ferðamálanefnd - 180
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3314
4. apríl, 2012
Annað
‹ 9
10
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28.3. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 10.1. 1203323 - Sumardagurinn fyrsti 2012 Sumardagurinn fyrsti er 19. apríl nk. og hefur verið gerður samningur við skátafélagið Hraunbúa um að standa að hátíðahöldunum í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, eins og fyrri ár. Samningur lagður fram. Rætt um dagskrá. 10.2. 1203322 - Bjartir dagar 2012 Menningar- og ferðamálafulltrúi lagði fram fyrstu drög að dagskrá og lagði til að Bjartir dagar verði haldnir helgina 31. maí-3. júní. Þá greindi hann frá fyrirhöguðum hátíðarhöldum á Sjómannadaginn sem er 3. júní. Farið yfir fyrstu drög að dagskrá. 10.3. 1202347 - Víkingahátíð 14-17.6.2012, styrkbeiðni Lögð fram beiðni um fjárstyrk vegna Víkingahátíðar. Ákveðið að styrkja hátíðina um kr. 400.000 sem er sama upphæð og fékkst til hátíðarinnar frá bæjarráði. 10.4. 1202506 - Menningarstyrkir fyrra árs. Lagt fram erindi frá Ívari Helgasyni, sem hlaut styrk frá nefndinni árið 2011, þar sem hann gerir grein fyrir töfum á verkefninu og óskar eftir að fá að nýta styrkinn sumarið 2012. Nefndin er sammála um að verða við beiðni um seinkun á ráðstöfun styrks. 10.5. 1009341 - Byggðasafnið, kynning á starfsemi. Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafnsins, mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni, hugmyndir og sumarið framundan. Björn greindi frá ástandi Rafhapressu sem var í verksmiðjunni og sem síðar stóð á Rafhareit en er nú í geymslu í Þjónustumiðstöðinni. Birni falið að kanna hvort setja megi pressuna sem minnisvarða aftur upp.
Rætt um, Evrópuverkefnið PEEP, mögulega þemasýningu í Pakkhúsinu og sýningu í Gúttó, Safnasjóð og sumarafleysingar.
Björn lýsir yfir áhyggjum af því að engar fyrirhugaðar breytingar er að sjá á 3ja ára áætlun þegar litið er til fjármagns til sýninga og verkefna Byggðasafnsins.

Nefndin óskar eftir að fá greinargerð frá forstöðumanni um stöðuna og tillögur að því hvernig gera megi miðlunarþátt safnsins meiri. 10.6. 1110256 - Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2015, síðari umræða Greint frá því að samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir 5 milljónum til viðbótar í málaflokkinn ferðamál árin 2013-2015. Nefndin telur hækkunina mjög mikilvæga og til bóta fyrir málaflokkinn. 10.7. 1203110 - Kvennakór Hafnarfjarðar, styrkbeiðni Lagt fram erindi frá Kvennakór Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir að fá Góðtemplarahúsið að Suðurgötu 7 til afnota í einn dag í fjáröflunarskyni. Erindinu vísað til forstöðumanns Byggðasafnsins. 10.8. 1011117 - Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang. Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesfólkvangs um rekstur á þjónustu- og salernishúsum í Seltúni rennur út 15. september nk.
Greint frá kynningu á stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs sem haldin verður í Hafnarborg þann 3. apríl nk. kl. 15-17. Málið rætt og ákveðið að óska eftir að fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs mæti á næsta eða þarnæsta fund nefndar. Einnig rætt um kynninguna sem verður í Hafnarborg þann 3. apríl. 10.9. 1105286 - Hafnarfjarðarvefurinn. visithafnarfjordur.is Greint frá stöðunni. Allt bendir til þess að vefurinn verði tilbúinn á áætlun og fari í loftið í apríl. Vefurinn skoðaður. 10.10. 1202073 - Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum. Rætt um næstu skref í stefnumótunarvinnunni. 10.11. 1101272 - Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, aðalfundur. Greint frá fundinum. Menningar- og ferðamálafulltrúi var kjörin í stjórn FSH, eins og fyrri ár, sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.