Sjálfstæðisflokkur fyrirspurn 23.2.2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3312
8. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svör við fyrirspurn varðandi Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðar.
Svar

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun:
"Undanfarið hafa sumir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fjallað um mál Eftirlaunasjóðsins af miklu ábyrgðar- og þekkingarleysi. Steininn tók úr í grein eftir bæjarfulltrúa flokksins í Fjarðarpóstinum í dag. Þar kemur fram ótrúlegt þekkingarleysi á eðli og starfsemi lífeyrissjóða og svo alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum til áratuga, að ekki verður undir því setið. Ég hef óskað eftir því að málefni ESH verði sett á dagskrá bæjarstjórnarfundar þann 14. Mars n.k."

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa því á bug að fjallað hafi verið um Eftirlaunasjóðinn af ábyrgðar- og þekkingarleysi. Í nýlegri úttektarskýrslu um lífeyrissjóði, sem birt er á www.ll.is, koma fram alvarlegar athugasemdir um starfshætti sjóðsins og bent er á slæma stöðu hans. Einnig gerði Fjármálaeftirlitið alvarlegar athugasemdir sl. sumar við ýmislegt í rekstri sjóðsins, auk þess sem endurskoðendur Hafnarfjarðarbæjar hafa ítrekað gert álíka athugasemdir í gegnum árin. Umfjöllun af hálfu bæjarfulltrúa hefur tekið mið af upplýsingum sem komið hafa fram í fyrrgreindum gögnum og þau segja allt sem segja þarf um stöðu sjóðsins. Samfylkingin í Hafnarfirði getur ekki vikið sér undan ábyrgð á því hvernig staða sjóðsins er. Því er fagnað að málefni Eftirlaunasjóðsins verði tekin til sérstakrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi."

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ég ítreka að í umfjöllun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, m.a. í þessari bókun, kemur fram mikill þekkingarskortur á eðli lífeyrisskuldbindinga og tilurð þeirra. Auk þess koma fram alvarlegar ásakanir á hendur stjórnum ESH til áratuga. Jafnframt koma fram alvarlegar ásakanir á hendur endurskoðendum undanfarinna ára. Undir því verður ekki setið. Varðandi athugasemdir FME er vísað til gagnsæisskýrslu FME frá 6. Mars sl. Bæjarfulltrúar bera ríka ábyrgð, meðal annars á því sem þeir segja og skrifa. Það nær jafnvel til bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins."

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins legggja fram eftirfarandi bókun:
"Síðari bókunin er hreinn útúrsnúningur og ber skýran vott um afneitun þeirra sem borið hafa ábyrgð á stjórnun Hafnarfjarðarbæjar og Eftirlaunasjóðsins undanfarin ár."