Lóðaverð, endurskoðun 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3315
23. apríl, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram tillögur um lóðaverð í samræmi við kynningu á síðasta fundi bæjarráðs. Einnig lögð fram tillaga að breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði."
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að verð íbúðahúsalóða verði sem hér segir:
Einbýlishúsalóð 10.531.620 kr. 220m2 hús
Raðhúsalóð 8.616.780 kr. 180m2 hús
Parhúsalóð 9.574.200 kr. 200m2 hús
Fjölbýli 4-8 íbúðir 3.789.788 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 950m2
Fjölbýli 9 íbúðir og fleiri 3.191.400 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 1.200m2
Verðið er lágmarksverð miðað við ofangreindar stærðir og uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu."

Byggingarvísitala aprílmánaðar 2012 er 113,4.

Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að "Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði" breytist sem hér segir.
Grunnur gatnagerðargjalds. 4. gr.
Við greinina bætist ný málsgrein.
"Af atvinnuhúsnæði greiðist að lágmarki 75% af byggingarmagni samkvæmt nýtingarhlutfalli í deiliskipulagi."

Almenn lækkunarheimild. 5. gr.
3. liður breytist sem hér segist:
"Af millilofti sem liggur milli hæðaskila eða hæðaskila og þakflatar í atvinnuhúsnæði í óskiptu eignarhaldi, skal greiða 10% af fermetragjaldi."