STH, kjaramál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3326
6. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga um kjaramál félaga innan STH sem fengu launaskerðingu 2009. Staðgengill sviðsstjóra (starfsmannastjóri) gerði grein yrir tillögunni.
Svar

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fella að hluta úr gildi launalækkun starfsmanna sem ákveðin var í bæjarstjórn þann 7. janúar 2009 og framkvæmd var með breytingum á umsaminni fastri yfirvinnu.
Ákvörðunin tekur ekki til eftirfarandi:
Starfsmanna með umsamda 50 yfirvinnutíma eða fleiri;
Starfsmanna sem hafa tekið við nýju starfi eða skipt um stéttarfélag á tímabilinu nema að breyting á yfirvinnu sé nauðsynleg til að tryggja jafnræði og innra samræmi í heildarlaunum milli starfsmanna í sömu eða sambærilegum störfum;

Umsamin föst yfirvinna getur ekki orðið meiri en 50 tímar hjá þeim sem breytingin tekur til. Við gildistöku ákvörðunar bæjarráðs getur heildarlaunahækkun (grunnlaun ásamt fastri yfirvinnu) einstakra starfsmanna á tímabilinu frá mars 2007 ekki orðið meiri en 30% nema að breytingin sé nauðsynleg til að tryggja jafnræði og innra samræmi í heildarlaunum milli starfsmanna í sömu eða sambærilegum störfum Tryggt skal að starfsmenn sem ráðnir hafa verið eftir 7. janúar 2009 njóti sambærilegra kjara vegna sömu eða sambærilegra starfa og þeir starfsmenn sem ákvörðun bæjarráðs tekur til. Ákvörðunin tekur gildi 1. október 2012.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem tillagan er birt í fyrsta sinn á þessum fundi og hafa ekki haft svigrúm til að kynna sér hana til hlítar.