Hellubraut 7, fyrirspurn
Hellubraut 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 295
20. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir viðræðum við Húsafriðunarnefnd. Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna afgreiðslu síðasta fundar.
Svar

Sigurbergur Árnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Í 31. gr nýrra sveitarstjórnarlögum (nr.138/2011) segir um boðun varamanna.
,,Þegar aðalmaður er vanhæfur til meðferðar máls í sveitarstjórn skal boða varamann hans til meðferðar þess og afgreiðslu. [...]Verði innköllun varamanns ekki við komið getur vanhæfur sveitarstjórnarmaður krafist þess að umræðu og afgreiðslu máls verði frestað til næsta fundar.
Það er mat tveggja fulltrúa meirihluta í ráðinu að vegna forsögu þessa máls teljum við eðlilegt að ráðið sé fullskipað við afgreiðslu þess, en ekki var hægt að kalla inn varamann fyrir þennan fund enda kom ósk um breytingu á deiliskipulagi fram fyrir hádegi daginn fyrir fund.
Rétt er að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120817 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032501