Einivellir 5, byggingarstig og úttektir
Einivellir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 433
31. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
Málið snýst um hver sé með réttu byggingarstjóri á byggingunni. Ágúst Pétursson skráði sig af verki þegar framkvæmdum var lokið og Anton Kjartansson skrifaði undir samþykki nýs byggingarstjóra. Stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram skv. 1. mgr. 36. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998: "Gera skal úttekt á þeim verkhluta sem lokið er og skulu fráfarandi og aðkomandi byggingarstjórar undirrita hana, ef þess er kostur, ásamt byggingarfulltrúa.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi úrskurðar að byggingarstjóraskiptum hafi ekki verið lögformlega lokið, og telst Ágúst Pétursson því enn vera byggingarstjóri og ábyrgur fyrir framkvæmdum við bygginguna í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. Unnt er að skjóta máli þessu til athugunar Mannvirkjastofnunar skv. 18. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197732 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075369