Menningar- og ferðamálanefnd - 175
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3308
26. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.1. sl. Menningar- og ferðamálafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir m.a. fyrirhuguðum styrkveitingum nefndarinnar og ferðþjónustu í Krýsuvík.
Svar

Lagt fram til kynningar. 11.1. 1108149 - Jólaþorpið 2011 Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá því hvernig til tókst með jólaþorpið 2011 en almenn ánægja var með Þorpið og yfirleitt góð aðsókn. 11.2. 11021243 - Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó. Samkvæmt samningi Hafnarfjarðabæjar og Kvikmyndasafns Íslands, dags. 1. desember 2011, þurfa aðilar samnings að gera með sér sérstakt samkomulag um notkun á Bæjarbíói og skal það vera tilbúið fyrir 17. febrúar nk. Samningsaðilar skulu skipa fulltrúa til að vinna að samkomulaginu og til að annast framkvæmd þess. Nefndin tilnefnir menningar og ferðamálafulltrúa sem samningsaðila. 11.3. 1201201 - Reykjavíkurvegur 45, Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn Lagt fram erindi frá Góða hirðinum um styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar ferðamanna að Reykjavíkurvergi 45. Upplýsingarmiðstöð ferðamanna er hluti af annarrri starfsemi stofnana bæjarins, s.s. Þjónustuvers. Nefndin getur ekki orðið við erindinu. 11.4. 1201307 - Styrkir menningar- og ferðamálanefndar 2012. Lögð fram drög að auglýsingu. Rætt um dagsetningar og fyrirkomulag styrkveitinga ársins 2012.