Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1674
15. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr. sl. Kynnt drög að nýjum samþykktum fyrir eftirlaunasjóðinn. Bæjarráð vísar drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa allri ábyrgð á þeirri slæmu stöðu Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar sem raun ber vitni og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna á fyrrverandi bæjarstjóra Samfylkingarinnar og meirihluta stjórnar sjóðsins sem síðastliðin 10 ára hefur verið skipuð tveimur fulltrúm Samfylkingarinnar. Sjóðurinn var í öðru sæti yfir þá sjóði sem töpuðu mest samkvæmt skýrslunni en það sem í raun er alvarlegra er að meirihluti Samfylingarinnar svaf á verðinum varðandi eftirlaunaskuldbindingar vegna fyrrum starfsmanna Byrs sparissjóðs. Þær skuldbindingar gætu fallið á bæjarsjóð og gætu numið á milli 1500 og 2000 milljónum."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign),Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign).


Gert stutt fundarhlé.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:
"Það er algerlega fráleitt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að ætla að gera bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar ábyrga fyrir afleiðingum efnahagshrunsins, að ekki sé talað um að gera þá ábyrga fyrir því hvernig fór fyrir Sparisjóði Hafnarfjarðar og Byr. Ábyrgðin á því verður ekki tekin af Sjálfstæðisflokknum og efnahagsstefnu hans. Þess ber jafnframt að geta að stjórn Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðarbæjar rekur nú mál vegna lífeyrisskuldbindinga fyrrum starfsmanna sparisjóðsins fyrir dómstólum.
Til skoðunar er að háfu Alþingis að gera framhaldsrannsókn á lífeyrissjóðunum. Eðlilegt er að bíða eftir því að niðurstaða þeirrar skoðunar og eftir atvikum rannsóknar liggi fyrir, áður en tekin verður ákvörðun um sjálfstæða rannsókn á einstökum lífeyrissjóðum.
Sú tillaga sem hér liggur fyrir til fyrri umræðu kemur að fullu til móts við allar ábendingar Fjármálaeftirlitsins og rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina. Brýnt er að koma þeim sem fyrst til framkvæmda."

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).