Sjálfstæðisflokkurinn, fyrirspurn í bæjarráði 1. desember 2011
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3306
15. desember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við öðrum hluta fyrirspurnarinnar varðandi ráðningar. Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðræðum um vatnsgjald. Starfsmannastjóri mætti á fundinn gerði grein fyrir svörum varðandi ráðningar.
Svar

Lögð fram eftirfarandi svör við fyrirspurn varðandi ráðningar:

Óskað er eftir upplýsingum um ráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ á árinu 2011.
-Hve margar og hvaða ráðningar hafa átt sér stað á árinu?
Starfsmenn sem ráðnir hafa verið á þessu ári eru 329

a) Nýráðningar í fullt starf eða hlutastarf?
Starfsmenn í hlutastörfum og tímavinnustarfsmenn eru 225
Starfsmenn í 100% starfshlutfalli eru 104

b) Enduráðningar?
Starfsmenn sem voru enduráðnir eru 44

c) Hvaða ný störf hafa verið sett á laggirnar?
Starfsmenn sem ráðnir voru vegna málefna fatlaðra eru 128 starfsmenn = Nýráðningar

d) Upplýsingar um fjölda og eðli tímabundinna ráðningar?
Óljóst hvað margir hafa verið ráðnir timabundinni ráðningu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir nánari upplýsingum varðandi D liðinn.