Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 383
2. nóvember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurn um að saga úr steyptum vegg til að opna aðgengi að svölum/palli sem eru á vesturhlið hússins að Suðurvangi 25a. Veggurinn nær ekki að útvegg hússins, þannig að framkvæmdin hefur engin áhrif á burðarvirki. Framkvæmdin eykur mjög notagildi svalanna, sem eru í sömu hæð og planið fyrir framan húsið. Útlitsáhrif yrðu hverfandi, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum þar sem opið hefur verið merkt með rauðum lit. Opið sést lítið þegar komið er að húsinu.Sjá meðfylgjandi gögn með málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina, en bendir á að framkvæmdin er byggingarleyfisskyld, og skal fylgja samþykki meðeigenda í raðhúsinu.