Undirgöng við Straumsvík, framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 384
9. nóvember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Bergmann f.h. Vegagerðarinnar dags. 28.10.11 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir undirgöng undir Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík ásamt tilheyrandi vegagerð til að tengka Víkurgötu við Reykjanesbraut.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdaleyfið með eftirfarandi skilyrðum:
Varðandi skráðar menningarmijar á svæðinu skal hafa samráð við Fornleifavernd ríkisins við framkvæmdina og varðandi alla umgengni á svæðinu í samræmi við þjóðminjalög nr. 107/2001. Varðandi náttúruminjar á svæðinu og nágrenni þess skal hafa samráð við Umhverfisstofnun við framkvæmdina og varðandi alla umgengni á svæðinu í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 49/1999.
Við framkvæmdir á svæðinu skal gæta sérstakrar varúðar vegna fornleifa og náttúruminja og skal verkið unnið undir eftirliti fornleifafræðings á vegum Hafnarfjarðarbæjar og umhverfisfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Áður en framkvæmd hefst skal Hafnarfjarðarbær sækja um rannsóknarleyfi til Fornleifaverndar ríkisins fyrir fornleifar sem eru í hætt vegna framkvæmdarinnar.