Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024, drög
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 304
4. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja dags. 20.07.12, sem sendir til umsagnar tillögu að Svæisskipulagi Suðurnesja ásamt umhverfisskýrslu. Umsagnarfrestur er til 13.09.12. Frestað á síðasta fundi. Lagt fram minnisblað Jónasar Þórs Guðmundssonar hrl dags. 31.08.2012 um hver eigi hitaréttindi í Krýsuvík.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fagnar undirtektum við fyrri umsögn Hafnarfjarðarbæjar um samráð varðandi göngu- og hjólreiðastíga og önnur sameiginleg hagsmunamál. Að öðru leyti vísast í fyrri umsögn, og ítrekað er það atriði er varðar jarðhitaréttindi í Krýsuvíkurtorfunni allri (Krýsuvík og Stóra Nýjabæ) eins og fram kemur í afsali jarðarinnar dagsettu 20. febrúar 1941.