Sörlaskeið 21, byggingarstig og notkun
Sörlaskeið 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 516
25. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Hesthúsin við Sörlaskeið 21 eru skráð á byggingarstigi 4 og 5 og matstigi 5 og 8. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 25.11.11, en byggingarstjóri brást ekki við erindinu, sagður fluttur úr landi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.04.13 eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra og sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Skipulags- og byggingarstjóri tilkynnti á afgreiðslufundi 19.02.14 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna, ráðið nýjan byggingarstjóra og sótt um lokaúttekt innan þess tíma.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur Einar Hjaltason, Ragnhildi Sigurðardóttur og Jenný Bergljót Sigmundsdóttur frá og með 01.08.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki ráðið byggingarstjóra sem hafi sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Bent á ábyrgð eigenda skv. sömu lögum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 180063 → skrá.is
Hnitnúmer: 10078340