Stjórn Hafnarborgar - 315
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3301
20. október, 2011
Annað
‹ 13
14
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 11. 10. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 14.1. 1004383 - Hafnarborg, framtíðarsýn Forstöðumaður greind frá stöðu mála varðandi vinnu við gerð framtíðarsýnar fyrir Hafnarborg og hópfundi sem haldinn verður föstudaginn 14. október. Kallaður hefur verið saman hópur sem ætlað er að mynda þversnið hagsmunaaðila. Markmiðið er að gefa ráðgjöfum tækifæri til að fá fram stemningu og skoðun hópsins í tilteknum atriðum sem ráðgjafar fara yfir. Unnið er í samstarfi við ráðgjafa Capacent sem hefur gefið eftir þóknun fyrir allan undirbúning. Til kynningar. 14.2. 1110115 - Hafnarborg 2012 Rætt var um sýningar ársins 2012 og helstu áherslur. Til kynningar 14.3. 09102156 - Hafnarborg, listaverk í almenningsrými Forstöðumaður gerði grein fyrir hugmyndum um að setja upp verk úr safneign Hafnarborgar í Ásvallalaug. Verkið er eftir myndhöggvarann Einar Má Guðvarðarson og nefnist Landvættur (1995). Unnið er að málinu í samstarfi við forstöðumann sundstaða og stefnt að því að verkið verði komið upp fyrir árslok. Á sama tíma verði lokið við viðgerð á verkinu en hún hefur staðið til um árabil. Til kynningar 14.4. 1004384 - Hafnarborg, ný aðföng Safnið hefur fengið til varðveislu málverk af Bjarna Snæbjörnssyni lækni og heiðursborgara Hafnarfjarðar. Með gjöfinni fylgir gjafabréf frá Velferðarráðuneyti.

Safnið hefur fest kaup á þrem verkum eftir Pétur Thomsen úr ljósmyndaseríunni Ásfjall.
Stjórnin ákvað að funda með fulltrúa fjölskyldu Bjarna Snæbjörnssonar varðandi frekari ráðstöfun verksins. 14.5. 1004380 - Hafnarborg, stuðnings - og samstarfssamningar Kynntur stuðningur við hádegistónleika. Fjögur fyrirtæki í Hafnarfirði styðja við tónleikana veturinn 2011 ? 2012 en það eru Verslunarmiðstöðin Fjörður, Fura, Stálskip og Maður lifandi (Lifandi Markaður). Önnur fjáröflun á árinu hefur gengið framar vonum en nú þegar hefur safnið afla 6.400.000 í sértekjur en gert var ráð fyrir 4.600.000. Til kynningar 14.6. 1102237 - Hafnarborg, önnur mál 2011 Stjórnin fagnar útgáfu sýningarskrár með sýningunni Hugvit, Einar Þorsteinn Ásgeirsson og lýsir yfir áhuga á því að slík útgáfa verði árviss.

Umræður voru um safnverslanir og gildi þeirra.

Umræður um fundi stjórnar og listráðs Hafnarborgar. Stjórnin ákvað 3 fundi út árið og að fundað verði að jafnaði einu sinni í mánuði á næsta ári. Sama á við um listráð.