Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1877
13. október, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.október sl. Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar. Deiliskipulagstillagan hefur áhrif á mörk aðliggjandi deiliskipulaga og verða þau leiðrétt samhliða. Þar sem tillagan gengur yfir eldri deiliskipulög, verða þau felld úr gildi. Auk þess er lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð ásamt húsakönnun.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi vesturbæjar ásamt fylgiskjölum og að þau verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Deiliskipulagserindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vísa tillögu að verndarsvæði í byggð til menntamálaráðneytisins til meðferðar í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð og vísar ákvörðun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.