Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 369
5. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 lögð fram til staðfestingar ásamt þróunaráætlun 2015-2018.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur að gera þurfi breytingu á orðalagi greinargerðar svæðisskipulagsins áður en það fer til samþykktar.
Á fundi Skipulags- og byggingarráðs 10.02.2015 var samþykkt tillaga sviðsstjóra að athugasemdum við svæðisskipulagið, þar sem segir m.a. "Þá áréttar Skipulags- og byggingarráð mikilvægi þess að tryggð sé tenging Ofanbyggðavegar við Reykjanesbraut og Álftanesveg eða austar, sbr. texta undir markmiði 2.4: "tenging Reykjanesbrautar ofan byggðar á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu til að beina fjarumferð framhjá gatnakerfi bæjarins, þ.e. nýjar útfærslur meginstofnvega eins og þeir eru í dag, verða áfram til skoðunar og ekki útilokaðar í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga." Tillagan var send inn sem athugasemd við svæðisskipulagið.
Skipulags- og byggingarráð leggur því til að síðasta málsgrein greinar 2.4.5 í greinargerð svæðisskipulagsins hljóði á þessa leið:
"Sveitarfélögin taka frá rými í skipulagsáætlunum fyrir nýjar útfærslur stofnvega sem áfram verða til skoðunar, þ.e. Vesturlandsveg um sundin (Sundabraut) og tengingu Ofanbyggðavegar við Reykjanesbraut á móts við Álftanesveg eða austar."
Skipulags- og byggingarráð telur að þessi breyting sé forsenda fyrir samþykkt svæðisskipulagsins, en gerir ekki aðrar athugasemdir.