Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1730
17. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð SBH frá 9.sept. sl. Lögð fram tillaga til auglýsingar.
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að vinna vistvænt svæðisskipulag fyrir samkeppnishæft höfuðborgarsvæði, ásamt þeirri samstöðu sem ríkt hefur milli sveitarfélaganna. Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða auglýsingu nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði og orðalag í skipulagsáætluninni.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls,þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.
Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls og þá bæjarstjóri Haraldur Líndal Haraldsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar Líndal Haraldssonar.
Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun skipulags-og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum og gerir hana að sinni.