Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 341
25. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Sviðsstjóri gerir grein fyrir vinnufundi um svæðisskipulagið, áherslum og framsetningu sem fram komu á fundinum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar bendir á að svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins sé unnið í sarmæmi við samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulagið, en þar segir m.a. í fylgiskjali II: "Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins skal mörkuð stefna um byggðaþróun, þjónustukjarna, samgöngur og vegakerfi, veitur, útivistarsvæði, náttúruverndarsvæði, vatnsverndarsvæði og annað sem sveitarfélögin telja ástæðu til að marka sameiginlega stefnu um eða samnýta, svo sem sorpvinnslustöðvar, sorpurðunarsvæði, efnistöku- og efnislosunarsvæði, hafnir og samfélagsþjónustu." Samsvarandi krafa kemur fram í 3.3.2 grein skipulagsreglugerðar nr. 90/2013: "Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins skal ávallt mörkuð stefna um byggðarþróun, verslunarmiðstöðvar, samgöngur og vegakerfi, veitur, útivistarsvæði, náttúruverndarsvæði, vatnsverndarsvæði og annað sem sveitarfélögin telja ástæðu til að afmarka sameiginlega stefnu um eða samnýta, svo sem sorpvinnslustöðvar, sorpurðunarsvæði, efnistöku- og efnislosunarsvæði, hafnir og samfélagsþjónustu". Bent er á að leysa þarf tengingu ofanbyggðarvegar við stofnbrautarkerfi höfuðborgarsvæðisins þannig að fjarumferð sé beint framhjá gatnakerfi Hafnarfjarðar og flæði þar sé ásættanlegt.