Menningar- og ferðamálanefnd - 166
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3298
8. september, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 30.8. sl.
Svar

Lagt fram. 20.1. 1009320 - Gaflaraleikhúsið Lögð fram rekstrar- og leikáætlun leikársins 2011-2012. Nefndin lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá vetrarins. 20.2. 11021243 - Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó. Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá símtali við Eirík Þorláksson í menntamálaráðuneytinu. Málið rætt. 20.3. 1108149 - Jólaþorpið 2011 Rætt um opnunartíma, leiguverð á söluhúsum og fl. Ákveðið að leggja til við bæjarráð að hækka leiguverð á söluhúsum Jólaþorpsins 2011 úr kr. 8000 í kr. 10.000 fyrir helgina og úr kr. 5000 í kr. 7500 fyrir daginn. 20.4. 1108296 - Flutningur á skrifstofum Byggðasafns og menningar- og ferðamála. Greint frá því að Skrifstofa menningar- og ferðamála hefur flust að Strandgötu 6 og að skrifstofur Byggðasafnins munu flytja í næstu viku að Strandgötu 4.