Hafnarstjórn - 1396
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3296
25. ágúst, 2011
Annað
‹ 12
13
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. ágúst sl.
Svar

Lagt fram. 13.1. 1010890 - Áætlun 2011, Hafnarfjarðarhöfn Lagt fram rekstraruppgjör hafnarinnar fyrstu 6 mánuði ársins. Hafnarstjóri fór yfir og skýrði helstu þætti rekstraryfirlitsins, en staðan er betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. 13.2. 0705296 - Óseyrarbraut 25, olíubirgðastöð Lagt fram minnisblað lögmanns Hafnarfjarðarbæjar varðandi beiðni Olíudreifingar um að skila lóðinni nr. 25 við Óseyrarbraut. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. 13.3. 1105520 - Innanríkisráðuneytið, fyrirspurn um rekstrarform hafna Lagt fram minnisblað Innanríkisráðuneytisins varðandi rekstrarform hafna.
Hafnarstjóri skýrði aðalatriði minnisblaðsins. Samþykkt að undirbúa tillögu að breytingu á reglugerð hafnarinnar, sem tryggir að Hafnarfjarðarhöfn teljist falla undir skilgreiningu sem höfn með hafnarstjórn í skilningi 2.liðs. 8. greinar hafnarlaga 13.4. 1011392 - Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi. Farið yfir stöðu verkefna hafnarinnar. Samþykkt að fela starfshópi hafnarstjórnar sem skipaður var vegna viðræðna við Alcan að vinna með hafnarstjóra að framgangi átaksverkefna hafnarinnar. 13.5. 1101169 - Lónsbraut 4.Ástandskoðun lóðar. Lögð fram kvörtun einingareiganda í Lónsbraut 4 vegna söfnunar margskonar muna á lóð hússins.
Lagðar fram myndir málinu til stuðnings.
Samþykkt að fela hafnarstjóra að vinna að þessu í máli í samvinnu við byggingarfulltrúa. og fylgja því fast eftir.