Aðalskipulag Norðurbær breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1674
15. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Liður 9 úr fundargerð SBH frá 7.febr. sl. Tekin til umræðu breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.2011 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verður umsagnartími deiliskipulags framlengdur sem nemur auglýsingartíma aðalskipulagsins. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.2011 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu