Aðalskipulag Norðurbær breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 301
12. júní, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 09.05.12 þar sem gerð er athugasemd við misræmi í fyrri afgreiðslu erindisins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að farið verði með erindið samkvæmt 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórnar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.11 og að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin telst óveruleg þar sem afmörkun hverfisverndarsvæða er í samræmi við markmið Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 um verndun menningar og náttúruminja með áherslu á verndun óraskaðs hrauns. Afleiðing af þessari breytingu telst vera jákvæð og ekki er talið að um nein neikvæð áhrif verði að ræða."