SSH, almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3315
23. apríl, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi SSH varðandi samning við ríkið um eflingu almenningssamgangna á höfuborgarsvæðinu.
Svar

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við ríkið um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem val við aðra ferðakosti. Mikilvægt er þó að almenningssamgöngur séu reknar með sem sjálfbærustum hætti og hlutdeild þeirra í samgöngum ráðist fyrst og fremst af vali notenda eftir þjónustu og hagkvæmni. Áhyggjuefni er að mikilvægum samgöngubótum verður slegið á frest og þrengt verður að almennri umferð til þess að auka hlut almenningsvagnafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur veldur vonbrigðum að einungis eitt fyrirtæki á sviði almenningssamgangna virðist njóta þeirrar fyrirgreiðslu sem hér er stefnt að, en fjölda annarra aðila sem bjóða margskonar akstursþjónustu ekki gefinn kostur á að taka þátt í þessu verkefni."