Ásvellir, aðkoma að Haukahúsinu.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 363
8. júní, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu öryggi gangandi vegfarenda við íþróttasvæði Hauka. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs á fundi undirbúningshóps umferðarmála 17. maí s.l. Greint hefur verið frá viðræðum við forsvarsmenn Hauka. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til úrvinnslu skipulags- og byggingarsviðs, en athugasemd var gerð við lokun göngustígs sem sýndur er aðgengilegur með hliði á samþykktum byggingarnefndarteikningum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa, Haukum, að opna umrædda gönguleið innan tveggja vikna í samræmi við 1. mgr. 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.