Sviðsstjóri fjölskylduþjónustu, ráðning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1661
15. júní, 2011
Annað
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram, f.h. fulltrúa starfshóps fjölskylduráðs, svohljóðandi niðurstöðu, auk tillögu vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu.
"Niðurstaða starfshópsins vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu, að undangengnu ítarlegu ráðningarferli og mati á þeim 22 tveimur umsækjendur sem sóttu um starfið, er að Rannveig Einarsdóttir, félagsráðgjafi og MPA, nú starfandi sem yfirfélagsráðgjafi og staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, sé hæfust til starfans." Í samræmi við þá niðurstöðu leggur starfshópurinn eftirfarandi til við bæjarstjórn:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Rannveigu Einarsdóttur, félagsráðgjafa, í stöðu sviðsstjóra félagsþjónustu og er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Rannveigu."

Gunnar Axel Axelsson (sign), Birna Ólafsdóttir (sign), Elín Sigríður Ólafsdóttir (sign).

Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu starfshópsins um ráðningu Rannveigu Einarsdóttur í stöðu sviðsstjóra fjölskylduþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.