Endurfjármögnun lána
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3385
14. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram ISDA samningur ásamt viðauka við Íslandsbanka. Lögmaður bæjarins í málinu og fulltrúi HF verðbréfa mættu á fundinn og fóru yfir samninginn.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir þá tilhögun sem kveðið er á um í samningum þessum og veitir sviðsstjóra stjórnsýslu og starfandi bæjarstjóra umboð til að ganga frá samkomulagi við Íslandsbanka um gjaldeyrisvarnir vegna erlendra skuldbindinga bæjarins á grundvelli samningsins."

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskað bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna styðja gerð fyrirliggjandi samnings, enda er hann í samræmi við áætlun fyrri meirihluta um endurfjármögnun erlendra lána og hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem unnin var sl. vetur og samþykkt var í bæjarstjórn þann 22. mars sl. Markmiðið með gerð samningsins er að draga úr gjaldeyrisáhættu sveitarfélagsins.
Í ljósi þeirrar umræðu sem átti sér stað vegna fyrri samninga sem gerðir voru um tímabundna lánafyrirgreiðslu frá erlendum lánadrottnum í árslok 2011 er rétt að benda á að í er þeim samningi sem nú er gerður eru sambærileg ákvæði og í fyrri samningi um að trúnaður skuli ríkja um vaxtakjör hans, enda sé þar um að ræða viðkvæm fjárhagsleg málefni sem snerta ríka viðskiptalega hagsmuni viðsemjanda bæjarins, í þessu tilviki Íslandsbanka.