Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 371
19. maí, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Leiðrétt gögn hafa borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði hljóðskýrslu til umsagnar heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis, sem gerir ekki athugasemdir við hljóðvistarskýrslu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að erindinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir svæði fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg og að erindinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010"