Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 295
20. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju greinargerð Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 2011 vegna aðstöðu til akstursæfinga. AÍH hefur leitað eftir samkomulagi við Skógrækt ríkisins um afnot af landi í samræmi við greinargerðina. Skógrækt ríkisins óskar eftir að vita afstöðu Hafnarfjarðarbæjar til málsins.
Svar

Rétt er að skoða uppbyggingu akstursíþróttavæðis Í Kapelluhrauni með tillitil til breyttra aðstæðna þar sem ljóst er að núgildandi deiliskipulag takmarkast að verulegu leyti af friðlýsingu nærliggjandi svæðis. Þar sem ekki liggur fyrir að Hafnarfjarðarbær skipuleggi íbúðarbyggð á umræddu svæði við Krýsuvíkurveg næstu 15 árin þá setur SBH sig ekki upp á móti áformum um tímabundna nýtingu svæðisins fyrir akstursíþróttir, svo framarlega sem samþykki eigenda liggi fyrir og þess gætt að frágangur og umgengni miði að því að skila svæðinu til baka i sambærilegu ástandi.