Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 275
24. maí, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 dags. 08.04.11 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbrautinn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að farið yrði með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi, en mat Skipulagsstofnunar er að hér sé um verulega breytingu að ræða. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.05.11 og bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. , svar við erindi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Lagðar fram lýsing á verkefninu og umhverfismati áætlana skv. 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu á verkefninu og umhverfismati áætlanan skv. 30. gr. laga nr. 123/2010.