Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 276
7. júní, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 dags. 08.04.11 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbrautinn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að farið yrði með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi, en mat Skipulagsstofnunar er að hér sé um verulega breytingu að ræða. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.05.11 og bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 16.05.11, svar við erindi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Áður lagðar fram lýsing á verkefninu og umhverfismati áætlana skv. 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 01.06.11. Kynningarfundur á tillögunni var haldinn 06.06.11.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að aðalskipulagstillagan og umhverfismat áætlunarinnar verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar gatnamót Reykjanesbrautar og Víkurgötu við Straumsvík og umhverfismat áætlunarinnar verði send í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010." DIV>DIV>