Leikskólar, samningur um rekstur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1657
20. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð FRÆH frá 11. apríl sl. Samningar eru við þrjá eftirtalda aðila um rekstur leikskóla í Hafnarfirði. Hjallastefnuna ehf. um rekstur ?leikskóla á Hjallabraut 55? Skóla ehf. um rekstur ? leikskólans Hamravalla? og Bjargir leikskóla ehf. um rekstur ?ungbarnaleikskóla? (Bjarma)
Allir samningarir eru með gildistíma til 31. desember 2011. Taka þarf afstöðu til þess hvort þeir verði framlengdir og þá á hvaða forsendum. Samningarnir framlengjast sjálfkrafa til fimm ára nema þeim sé sagt upp með a.m.k. sex mánaða fyrirvara. 2. grein samninganna er svohljóðandi:
?2. grein. Gildistími og framlenging Ákvæði samningsins taka gildi við opnun leikskólans og gildistími er til 31. desember 2011. Tímanlega fyrir lok samningstímabils skulu samningsaðilar yfirfara samninginn og uppfæra hann eftir því sem um semst og síðan framlengja hann til 5 ára í senn, nema honum sé skriflega og sannanlega sagt upp af öðrum hvorum samningsaðila með að lágmarki 6 mánaða fyrirvara. Uppsagnarfrestur miðast við mánaðamót.?
Í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið í hagræðingarskyni á rekstri leikskóla sem reknir eru af Hafnarfjarðarkaupstað og breyttra laga um leikskóla er gerð eftirfarandi tillaga:
?Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan í 2. grein samninga um rekstur leikskólanna að segja upp: ? Samningi um rekstur leikskóla á Hjallabraut 55 í Hafnarfirði milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hjallastefnunnar ehf. frá mars 2007. ? Samningi um rekstur leikskólans Hamravalla í Hafnarfirði milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Skóla ehf. frá mars 2008. ? Samningi um rekstur ungbarnaleikskóla í Hafnarfirði milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Bjarga leikskóla ehf. Teknar verði upp viðræður við rekstraraðila um nýja samninga og liggi niðurstaða þeirra viðræðna fyrir eigi síðar en um miðjan júní nk.? Fræðsluráð vísar málinu til bæjarstjórnar. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja tillöguna á þeim forsendum að hún geri kleift að ná aukinni hagræðingu með nýjum samningum um áframhaldandi leikskólastarf." Kristinn Andersen (sign) Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)
Svar

Forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að Gunnar Axel Axelsson hafi vakið athygli á vanhæfi sínu vegna málsins og var það borið undir bæjarstjórn sbr. 23. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.   6 samþykktu að hann viki sæti vegna málsins, 5 sátu hjá. Gunnar Axel Axelsson tók til máls og vék síðan af fundi. Hörður Þorsteinsson tók sæti í hans stað.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Kristinn Andersen.   Tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Kristinn Andersen.