Heiðvangur 18, skráning á bifreiðageymslu og tengibyggingu.
Heiðvangur 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 459
8. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Fokheldisúttekt fór fram 21.07.11, en var synjað. Frestur var veittur til 15.09.11. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggignarfulltrúi ítrekaði erindið 04.10.12, en frestur var síðan veittur til 01.02.13.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín að sækja um fokheldisúttekt, en upplýsa að öðrum kosti um stöðu málsins innan 3 vikna. Að öðrum kosti mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120752 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031789