Álfaskeið 1, skráning á viðbyggingum
Álfaskeið 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 489
4. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Þann 25.5.2005 var veitt byggingarleyfi fyrir stækkun á garðskála og viðbyggingu við húsið nr. 1 við Álfaskeið. Garðskáli og viðbygging eru fullgerð, en síðasta skráða úttektin var 22.12.05 á veggjum jarðhæðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 24.08.11, en eigandi fékk frest til 24.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum og byggingarstjóra 11.02.12 skylt að sækja að nýju um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mundi byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 05.06.13 að leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki. Teikningar bárust, en eiganda var tilkynnt 15.07.13 að ekki hefði verið byggt í samræmi við þær.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Gísla J Johnsen og sömu upphæð á eiganda Jón E. Eyjólfsson frá og með 01.02.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi eigandi ekki skilað inn réttum uppdráttum og byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 119841 → skrá.is
Hnitnúmer: 10028280