Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Holtsgöng
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 269
1. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu bréf Páls Guðjónssonar framkvæmdastjóra SSH um verklýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar vegna breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Holtsgöng í Reykjavík breytingar á gatnaskipulagi og breyting á byggingarmagni á reit 6, Landsspítalalóð o.fl. Verklýsingin var samþykkt á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 04.02.11 og er send sveitarfélögum sem aðild eiga að svæðisskipulaginu til samþykktar og umsagnar. Óskað er eftir að athugasemdir við verklýsinguna ef einhverjar eru berist SSH fyrir 18.03.11.
Svar

Skipulags-og byggingarráð gerir ekki athugasemd við framlagða verklýsingu.