Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Holtsgöng
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 309
30. október, 2012
Annað
‹ 7
8
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins dags. 27.10.12 sem sendir breytingartillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðinsins, Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi og breytingar á byggingarmagni á byggðasvæði 5, innkomnar athugasemdir og álit fagráðs til afgreiðslu í sveitarstjórnum skv. 2. mgr. 25. greinar skipulagslaga.
Svar

Með vísan í fyrri umsögn varðandi þetta saman erindi og umsögn fagráðs Samvinnunefndar um svæðisskipulag telur SBH ekki ástæðu til að gera athugasemdir við erindi Reykjavíkurborgar um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem varða annars vegar breytingar á byggingarmagni á svæði 5. og hins vegar niðurfellingu fyrirhugaðra Holtsgangna. Umferðaútreiknignar (VSÓ) sýna glögglega að breytingarnar munu ekki hafa teljandi áhrif á umferð og er því ekki í andstöðu við og markmið svæðisskipulagsins. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Holtsgöngin myndu létta á umferð um höfuðborgina nema að mjög afmörkuðu leyti og gerir SBH því ekki athugasemdir við það að göngin verði tekin út af aðalskipulagi. Hins vegar skal bent á að gera þurfi á aðalskipulags- og deiliskipulagsgrunni ráð fyrir mótvægisaðgerðum varðandi aukið byggingarmagn á svæðinu sem óhjákvæmilega mun hafa í för með sér aukna umferð (akandi, gangangdi, hjólandi). Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögurnar með þremur atkvæðum en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: " Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögur að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi brottfall Holtsgangna og aukningu byggingarmagns á reit 5."