Arnarhraun 29, ábending íbúa
Arnarhraun 29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 377
21. september, 2011
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur ábending um að sorptunnur alls hússins séu staðsettar lausar undir húsvegg. Þegar hvessir fýkur úr tunnunum eða þær sjálfar fjúka með tilheyrandi óþrifnaði. Á afgreiðslufundi þann 9. feb sl gerði Skipulags- og byggingarfulltrúi húseigendum skylt að ganga frá sorpílátum innan tveggja mánaða í samræmi við grein 84 í byggingarreglugerð. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín skv. grein 84.2 í byggingarreglugerð: 84.2 Sorpgeymslur geta annars vegar verið sorpgerði/sorpskýli á lóð og hins vegar innbyggðar sorpgeymslur í húsi eða í tengslum við það. Verði ekki brugðist við tilmælunum innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimild mannvirkjalaga, grein 56 um beitingu dagsekta.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 119977 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029077