Aðalskipulag, Miðbær - Álfaskeið, breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 269
1. mars, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar lóðina Álfaskeið 16, lóð leikskólans Álfabergs. Tillagan felur í sér að landnotkun er breytt úr svæði fyrir þjónustustofnanir í íbúðarsvæði. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra varðandi málsmeðferð, að farið verði með skipulagsbreytinguna sem óverulega breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, eins og skipulags- og byggingarráð samþykkti 15.02.11. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 24.02.11 heimild til að vinna tillöguna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 dags. 20.02.2011 hvað varðar landnotkun lóðarinnar Álfaskeið 16 og að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."