Nöfn atvinnusvæða, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3279
6. janúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Framundan er átak í sölu og kynningu á atvinnulóðum og aðstöðu í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Í því sambandi skiptir miklu máli að styrkja ímynd þeirra atvinnusvæða sem í boði eru og koma þeim á framfæri. Það er nokkuð á reiki og mismunandi hvað athafnasvæðið á Völlum/Hellnahrauni er kallað. Það er því tækifæri fólgið í því að styrkja ímyndina og styrkleika svæðisins með því að finna og kynna upp nafn fyrir svæðið. Því leggur bæjarráð til að nú í janúar verði efnt til hugmyndasamkeppni að nafni fyrir athafnasvæðið. Atvinnu og þróunarfulltrúa í samráði við atvinnuátakshóp og kynningarstjóra bæjarins verði falið að útfæra framkvæmd samkeppninnar og koma henni í framkvæmd fyrir lok janúar. Tækifærið verði notað til að koma á framfæri átakinu sem stendur fyrir dyrum í eflingu atvinnulífsins í bænum og til að koma á framfæri kostum svæðisins. Leitast verði við að hvetja fyrirtækin á svæðinu til þáttöku og jafnvel til setu í dómnefnd eða koma að framkvæmdinni á einhvern beinan hátt."
Svar

Bæjarráð vísar tillögunni til starfshóps um atvinnuátak.