Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1655
23. mars, 2011
Annað
‹ 6
5
Fyrirspurn
Fundargerðir bæjarráðs frá 9. og 17.mars sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 1.mars sl. b. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7.mars sl.
c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.mars sl. d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4.mars sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.mars sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9.mars sl. b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 4. og 11. mars sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 16.mars sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 14.mars sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.mars sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 9.mars sl.
Svar

Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna 1. og 7. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 14. mars sl., Hraunvallaskóli, stækkun leikskóla og Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2011, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari,  Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Kristins Andersens.   Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar framkvæmdaráðs frá 16. mars sl. ,Hraunvallaskóli stækkun leikskóla, Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við upphaflega ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Helgu Ingólfsdóttir.   Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fræðsluráðs frá 14. mars sl. Hraunvallaskóli stækkun leikskóla, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir annar varaforseti tók við stjórn fundarins. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari.   Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 8. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 15. mars sl., Hraunvallaskóli stækkun leikskóla. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir annar varaforseti tók við stjórn fundarins. Einnig kvaddi Rósa Guðbjartsdóttir sér hljóðs undir 13. lið fundargerðar bæjarráðs frá 17. mars sl., Tartu vinabæjarmót 2011, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri hluta ræðu Rósu Guðbjartsdóttur 8. lið fundargerðar skipulags- og byggingarráðs, Eyjólfur Sæmundsson kom einnig að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson koma að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.   Gert var stutt fundarhlé og var fundi síðan fram haldið.  Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir annar varaforseti tók við stjórn fundarins.   Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 7. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 14. mars sl. Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2011. Sigríður Björk Jónsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri kom að andsvari við ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var fundi slitið kl. 19:50.