Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1657
20. apríl, 2011
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
Fundargerðir bæjarráðs frá 7.og 14. apríl sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 6.apríl sl. b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.apríl sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.apríl sl. a. Fundargerðir umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 1. og 6.apríl sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.apríl sl. a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.mars og 6.apríl sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.apríl sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 13.apríl sl. Fundargerðir fræðsluráðs frá 4. og 11. apríl sl.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók sæti að nýju. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 1. lið - Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2011 - í fundargerð fræðsluráðs 4. apríl sl. og 2. lið - Skólavogin - í fundargerð fræðsluráðs 11. apríl sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið - Hvammur leikskóli, lausar stofur - í fundargerð fræðsluráðs frá 11. apríl sl. og 2. lið - Strandgata 8-10, húsnæðismál - í fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl sl. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl sl. Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Þá tók til máls Kristinn Andersen undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 4. apríl sl., 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl sl. og 3. lið - Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó - í fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8. apríl sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 2. lið og 9. lið - Stjórnsýsla endurskoðun - í fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl sl. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Geir Jónsson kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir vék af fundi. Í hennar stað mætti Guðfinna Guðmunfsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:   " Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir miklum vonbrigðum með að meirihluti Samfylingar og VG hafi hafnað því í upphafi bæjarstjórnarfundarins að setja á dagskrá dagskrárlið um endurfjármögnun 4.3 milljarða króna láns bæjarins til Depfabank. Óvissa um endurfjármögnunina og þar af leiðandi fjárhagsstöðu bæjarins hefur sett svip sinn á umræður og afstöðu Sjálfstæðismanna til annarra dagskrárliða fundarins eins og kom m.a. fram við afgreiðslu á stjórnsýslubreytingum. Einnig hlýtur það að teljast óeðlilegt að auka skuldbindingar bæjarins undir þessum kringumstæðum eins og tillögur um nýjan leigusamning og fyrirsjáanlegar framkvæmdir við endurbætur á húsnæði við Strandgötu 8-10 fela í sér og samþykktar voru í bæjarráði 14. apríl sl. Erfiðar aðstæður á fasteignamarkaði hafa hér líka mikil áhrif á og óljóst hvort hægt verði að leigja út eða selja þær fasteignir bæjarins sem til stendur að flytja starfsemi úr. Þótt færa megi rök fyrir því að hentugt sé að hafa sem flestar þjónustustofnanir bæjarins undir sama þaki getur það vart talist forgangsatriði á þeim óvissutímum sem nú ríkja."   Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).    Gert stutt fundarhlé.    Guðfinna Guðmundsdóttir tók til  máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:   "Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Hafnarfjarðar byggir á því að fjárhagsáætlun gangi eftir. Endurskipulagning á nýtingu á húsakosti er hluti af því sem þar er kveðið á um og dregur í raun úr skuldbindingum sveitarfélagsins. Í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 segir m.a. : ?Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til á næsta ári, verður endurskipulagning á nýtingu á húsakosti bæjarins. .. Leitast verður við að fækka starfsstöðvum og sameina. Með því næst betri nýting á húsnæði, mannafla og fjármunum, auk þess sem það skapar grunn til að bæta þjónustuna við bæjarbúa, með meiri samlegð og þverfaglegu samstarfi.? Fyrir liggja drög að hagstæðum leigusamningi á húsnæði Byr í miðbænum, sem mun tryggja að næstum öll stjórnsýsla bæjarins verður á einum stað í bænum. Af því skapast mikið hagræði fyrir þá bæjarbúa sem þurfa að leita þjónustu til bæjarins. Jafnframt hefur verið sýnt fram á, að með samningnum skapast  forsendur til að losa um annað húsnæði sem bærinn hefur haft starfsstöðvar í, segja upp öðrum leigusamningum og leigja og selja húsnæði í eigu bæjarins.  Það hagræði sem næst með þessari aðgerð verður fljótt að vega upp þann kostnað sem leiga og flutningar hafa í för með sér.  Dýrasti kosturinn í húsnæðismálum er að samþykkja ekki samninginn, þannig að það er vandséð hvað vakir fyrir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, annað en að þyrla upp pólitísku moldviðri. Þessi fyrirsláttur og úrtölur eru leið Sjálfstæðisflokksins til að taka ekki ábyrgð."   Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Lúðvík Geirsson (sign).